Top

Hvað er andlitsmótun/Facefit?

facefit.is / Hvað er andlitsmótun/Facefit?
Woman

HVAÐ ER ANDLITSMÓTUN / FACEFIT

Andlitsmótun / Facefit er blanda af andlitsæfingum og bættri líkamsstöðu.

Æfingarnar hjálpa þér að þjálfa andlitsvöðvana til að öðlast  mýkri, sléttari og stinnari húð og mótaðra andlit. Andlitsæfingarnar hjálpa þér að efla og hressa húðlitinn, andlitið verður bjartara, geislandi og unglegra um leið eignast þú meira sjálfstraust.

Það sem gerist er að betra blóðflæði myndast, meira súrefnisstreymi og meiri næring til frumna. Tjáning þín breytist og allar stresslínur munu fjara út. Þetta er náttúruleg leið fyrir geislandi, yngra andlit

Andlitsæfingarnar efla meðvitund þína og þú munt með tímanum verða meðvitrari um hvernig þú getur stjórnað vöðvum andlitsins til hins betra.Þú munt með tímanum brjóta á bak og burt slæmar venjur, slaka á andlitinu og slaka á huganum í leiðinni. Við höfum tilhneigingu til að halda svo mikilli spennu í andlitinu, án þess að taka eftir því (gnístum tönnum, ennið herpist og krumpast,…. ofl.). Þegar við sleppum spennunni í andlitinu, getum við einnig sleppt spennu í huganum. Líkaminn þinn og hugur eru svo tengd að þessi slæmi ávani / slæmu  venjur er (-u) í raun að valda þér streitu í huganum og birtast sem óæskilegar línur á andlitinu. Við notum hugann og einbeitum okkur að því svæði sem við erum að vinna á og með því  að einbeita okkur að önduninni náum við að slaka betur á og hvíla huga og líkama á sama tíma.

Að brjóta á bak og burt slæmar venjur og ná að slaka á andlitinu er það fyrsta og helsta sem þú lærir í Andlitsmótun hjá Facefit