Top

Blogg

Kona með skerta taug í andlitinu

Það sem að Neo Lifting andlitsnudd getur gert fyrir þig, er óendanlegt ,, Ég er með skerta taug í andliti svo kölluð þríburataug eða þrenndartaug sem er skyntaug fyrir andlitið og hluta höfuðs. Efstu hálstaugarnar fara inn til mænunnar og þar tengjast þær kjarna þrenndartaugar. Verkirnir eiga upptök sín í hálsinum ,, Mér leið svooooo vel að þú getur ekki ýmindað þér það. Mamma gapti þegar hún sá muninn á andlitinu á mér eftir nuddið. Það lang lang besta og mesti munurinn sem ég fann var að þú náðir verknum og spennunni úr andlitstauginni minni, stanslausi verkurinn fór, bjúgurinn í andlitinu fjaraði út og þegar þú nuddaðir aftan á hálsinum opnaðist eitthvað flæði hjá mér, hugsanir mínar urðu skýrari. Ég fór bara að gráta af þakklæti....

Share

Viðtöl

Var boðin í viðtal á Bylgjunni. Skemmtilegt viðtal og frábært að sjá og heyra að karlmenn eru ekkert minna spenntir fyrir andlitsrækt. Heimir og Gulli mjög forvitnir og spenntir. Afritaðu og njóttu https://www.visir.is/k/10151cab-9499-4f33-9cd2-8ef1b8dea058-1676623621948 -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Viðtal í Síðdegisútvarpinu á Rás 2   BYRJAR Á MÍNÚTU 4 https://www.ruv.is/...

Share

Valentínusardagurinn

Valentínusardagur í dag og því tilvalið að fagna ástinni, hvort sem það er með þeim sem þér þykir vænt um, maka þínum eða þinni sjálfsumhyggju. Langar aðeins að skoða hér sjálfsumhyggjuna eða sjálfsástina. Sjálfsumhyggja þýðir líka sjálfsást, við eigum að elska okkur sjálf og þess sem lífið hefur gefið okkur, þakka fyrir allar þær reynslur, raunir og gjafir sem lífið færir okkur. Reynslur, raunir og gjafir er í raun tækifæri fyrir okkur að taka út meiri þroska. Að elska aðra eins og sjálf okkur eins og segir í stóru bókinni okkar ,, elska skaltu náungann eins og sjálfan þig,, er dýrmætur fjársjóður ef/þegar við náum því og örugglega eitt það erfiðasta verkefni sem við fáum í hendurnar á lífsleiðinni. Ein leiðin til að elska okkur sjálf en...

Share

Hópnámskeiðin hjá Facefit í heitum infrarauðum sal

  Hópnámskeiðin hjá Facefit í heitum infrarauðum sal, hversu frábært  :) Facefit er að byrja sín fyrstu skref í samstarfi við Reebok, með yndislega aðstöðu þar, bæði fyrir námskeiðin, einkaráðgjöfina og Neo Lifting andlitsnuddið. Stöðin er staðsett í Faxafen 14, róleg stöð, kósí, vinaleg stöð, þess vegna var nákvæmlega Reebok í Faxafeni fyrir valinu, því að Facefit leggur áherslu á að viðskiptavinum líði vel og finni sig í rólegu umhverfi þar sem sjálfsumhyggjan fær að njóta sín. Námskeiðin snúast ekki bara um að þjálfa andlitsvöðvana, það er svo margt annað sem er farið yfir hvað varðar til að ná þeim árangri sem óskað er. Að gera æfingar eitt og sér er ekki nóg, þess vegna býður Facefit upp á námskeið og einkaráðgjöf. Draumurinn hefur verið frá byrjun að vera...

Share

NEO LIFTING andlits- og sogæðanudd

Facefit bíður upp á Neo Lifting andlitsnudd sem er snilldin ein með andlitsmótunar æfingum.   ÞÍN ANDLITSLYFTING Velkomin í sogæða og andlitsnudd hjá Facefit. Gefur þér stórkostlega vellíðan og andlitslyftingu án þess að þín fallegu persónueinkenni hverfi. Nýjustu rannsóknir hafa sýnt að líðan og tilfinningar eru oft háð líkamstjáningu og þess vegna gefur brosið betri líðan. NeoLifting hjálpar til við að létta á streitu líkamlega og andlega, svo þú slakar betur á og lærir að beita tjáningu þinni á jákvæðari hátt. Neo Lifting veldur engum aukaverkunum eins og margar aðgerðir geta gert eins og skemmdum á taugakerfinu, sýkingum og fleiru. Neo Lifting snýst um að þú eignist bestu útgáfuna af sjálfum þér á náttúrulegan hátt. Neo Lifting gefur góða slökun, tónar andlitið, gefur mýkri húð, dregur úr fínum línum. Neo Lifting...

Share

Einkaþjálfun í 3 mánuði kemur þér lengra á ferðalaginu með Facefit

AÐ VINNA NÁIÐ MEÐ MÉR Í 3 MÁNUÐI. Stuðningur, mikil nálgun og hvatning í 3 mánuði   Góð aðferð fyrir þig að koma andlitsþjálfun inn í þína rútínu á góðum tíma, maraþon plús langhlaup að breyttum lífsstíl. Frábært markvisst ferðalag með Facefit andlitsmótunar kennara þér við hlið alla daga í 3 mánuði. Þetta æfingakerfi er bara snildin ein. Hér getur þú skellt þér í andlitseinkaþjálfun hjá Facefit og eignast fjársjóð fyrir framtíðina og öðlast ótrúlegan árangur á styttri tíma.   Hittingar og mikil nálgun í Facefit í 3 mánuði mun breyta þínu lífi, ekki bara andliti þínu heldur öllu lífi þínu, því um leið og við brosum meira, brosum oftar framan í spegilinn, líður sálinni betur og betur, þinn andlegi maður mun taka flug sem aldrei fyr. Virkilega spennandi að kafa og...

Share

SÍTRÓNAN

Kollagen – Sítróna er full af andoxunarefnum sem verndar frumurnar gegn skemmdum, mikilvægt fyrir byggingu á efni sem hefur áhrif á framleiðslu kollagen. Kollagen er eitt helsta byggingarprótein líkamans, kallað oft framleiðslulímið þar sem kollagen orðið er komið úr grísku og er samsett af kolla sem merkir lím og gen sem vísar á framleiðslu. Glóandi húð – Sítrónan er má segja afoxandi tonic, hreinsar allan líkamann í gegnum lifur sem styður gallframleiðslu og flæðið, hjálpar að hlutleysa eiturefni og úrgang. Sítróna er líka þvagörvandi sem dregur úr bjúg. C-vítamínið í sítrónu hefur frábær áhrif á húðina, rannsóknir benda til að C-vítamín verndi húðina gegn skaðlegum áhrifum útfjólublárra geisla A og B og verji hana þar með gegn ótímabærri öldrun og hrukkum. Melting - Sítróna...

Share

FÆÐA FYRIR GLÓANDI FALLEGA HÚÐ

Ég er mikill aðdáandi á náttúrulegum matvælum og náttúru húðvörum. Rannsóknir hafa sýnt að 60% af því sem þú setur á húðina frásogast inn í líkamann, þannig að það skiptir miklu máli hvaða vörur við notum á húðina. Húðin er stærsta líffæri líkamans. Húðin verndar vöðva, bein, liðbönd og innri líffæri. Hún hreinsar ýmis eiturefni úr líkamanum. Við viljum öll vera með ferskara meira glóandi andlit, hafa heilbrigða húð. Mörg okkar þekkja mikilvægi þess að nota góðan raka, sólarvörn og að nauðsynlegt sé að drekka vel af vökva. Húðin gleypir fljótt og auðveldlega, þess vegna er mjög mikilvægt að nota góðar húðvörur. Mataræði hefur áhrif á heilsu okkar almennt, en húðin okkar getur einnig notið góðs af matnum sem við borðum! Gott jafnvægi á mataræði...

Share

SVEFNINN

  GÓÐUR SVEFN -  KRAFTAVERK FYRIR HÚÐINA, VÖÐVANA, LÍKAMANN OG SÁLINA Góður svefn, 7-9 tíma svefn fyrir fullorðið fólk gerir ekki aðeins kraftaverk fyrir sálina heldur líka fyrir öll líffæri líkamans og stæðsta líffæri líkamans er húðin. Svefninn losar vaxtar hormón út í líkamann sem hefur áhrif á allan vöxt eins og frumuskiptingar. Kollagen framleiðslan sem er aðal byggingarefni húðarinnar eflist á meðan við sofum. Ef svefninn er í ójafnvægi, mataræðið slæmt og óheilbrigður lífsstíll þar á meðal mikið stress er húðin hrópandi á lagfæringu. STREITA getur ýtt undir bólgur þar sem að ákveðið efni, kortisól hækkar við streitu en kortisól hækkar á nóttunni. Streita getur truflað kollagen framleiðslu húðarinnar með því að streitan minnkar þykkt bandvefsfrumna sem framleiða kollagenið. Þar af leiðandi hraðar streita fyrir öldrunareinkennum. Þess vegna...

Share

SJÁLFSUMHYGGJA

Sjálfsumhyggja snýst um að fara vel með sjálfa sig, bera umhyggju fyrir sjálfri sér, að bera virðingu fyrir sjálfum sér, að gleyma ekki sjálfum sér, að gefa sér tíma, að gefa sér frið og hlýju, að taka utan um sjálfa sig og knúsa. Við verðum að byrja á svefninum ef að hann er ekki í lagi. Svefninn skiptir miklu máli og við verðum að gera allt sem er á okkar valdi að laga svefninn ef hann er vandamál. Lítill svefn getur skapað andlegt og líkamlegt ójafnvægi. Streita og álag getur raskað lífi okkar, þurfum að gæta okkar, hlusta á líkama okkar og sálu. Meigum ekki gleyma okkur. Þetta er það eina í lífinu sem enginn getur gert fyrir þig nema þú Að æfa Andlitsmótun hjá Facefit, hefur minnt mig á...

Share