Ragnheiður heiti ég og er andlitsmótunarkennnari
Face Yoga Method Certificate teacher
Ég er lærður hárgreiðslumeistari, lyfjatæknir og sjúkraliði með próf í bókhaldi frá NTV skólanum. Og í dag Andlitsmótunarkennari.
Vann við hárgreiðsluna af ástríðu í 15 ár, naut þess virkilega en þurfti að taka mér pásu af heilsufarsástæðum. Í kjölfarið fór ég í lyfjatækninám og sjúkraliðann, vann á spítala og í apóteki í þó nokkurn tíma. Áföll, stoðkerfisverkir og svefnleysi voru farin að spila stórt hlutverk í lífi mínu og virkilega farið að sjá á andliti mínu og einnig var líkamsstaðan engan vegin góð.
Þá var það að ég hitti kennarann minn í andlitsmótun. Hugmyndin um að snúa við og hægja á öldrunarferlinu með því að gera andlitsæfingar nokkrar mínútur á dag hljómaði framandi en á sama tíma spennandi. Ég varð svo forvitin að ég ákvað að prufa á sjálfri mér. Mjög fljótlega sá ég að æfingarnar svínvirkuðu, sá og fann stórkostlegar breytingar.
Andlitsæfingarnar hafa fyrst og fremst hjálpað mér að rétta betur úr líkamsstöðu minni, sérstaklega hvað varðar axlirnar, fljótlega sást mikill munur á hálsinum og undirhakan snar minnkaði.
Ég þrái að deila þessari töfralausn með öðrum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fólki, heilsu og list og með því að vinna við að kenna andlitsmótun sameina ég öll mín áhugamál.
Áhugi minn á íþróttum og heilsu hafa fylgt mér alla tíð, prófaði hinar og þessar íþróttagreinar á yngri árum og stundaði af krafti fimleika og handbolta.
Mér finnst ég lánsöm að vera einn af fyrstu vottuðu leiðbeinendum Face Yoga Method, utan Japan
Ég er hér til að hjálpa þér að líta vel út og jafnvel líða og líta út sem 10 árum yngri, eignast meira sjálfstraust, geislandi andlit og vellíðan.