Top

Húðin

Húðin er stærsta líffæri líkamans. Húðin og öldrun hennar er flókið líffræðilegt ferli sem bæði innri og ytri þættir hafa áhrif á. Með aldrinum þá hægir á frumuskiptingu og endurnýjun frumna. Innri áhrifaþættir eru erfðir, efnaskipti í frumum eins og hormónaferlið. Með aldrinum hægir á frumuskiptingu og eiturefni safnast upp.

Við byrjum að sjá aldursbreytingar um 30-40 ára. Það sem gerist er að kollagen framleiðslan í líkamanum minnkar, önnur efni elastin og hylaronicsýra minnka einnig. Kollagen og elastín eru byggingarprótín og meðal þeirra allra mikilvægustu í bandvefjum líkamans, þar með talið húðinni. Kollagen og elastín eru mikilvæg prótín í leðurhúðinni, miðlagi húðarinnar. Venjulega endurnýjar húðin sig á 28 dögum en með aldrinum lengist sá tími í 40-50 daga og eftir 70 ára aldur þá tekur það húðina / frumurnar að meðaltali 2 mánuði að endurnýja sig.

Þegar við stundum andlitsæfingarnar þá styðja andlitsvöðvarnir við húðina og lyfta henni ásamt því að blóðflæðið fer á fullt, húðin hreinsast, betra flæði myndast og greiðari aðgangur fyrir næringu til frumna sem hefur síðan áhrif á kollagen- og elastínframleiðsluna. Hlutverk kollagens er að styðja við innra lag húðarinnar. Oftast er kollagen í formi þráða úr peptíðkeðjum sem vefjast hver um aðra og veita þannig styrk og þéttleika,16 mismunandi tegundir af kollagen finnast í líkamanum, sumar eru sterkari en stál.

Um 25 ára aldur fer að hægjast á kollagenframleiðslunni og hægist um 1.5% á hverju ári eftir það. Reykingar og UV geislar draga einnig úr kollagen framleiðslu.

Kollagen er nauðsynlegt fyrir stinnleika og fyllingu í húðinni.

Elastín er nauðsynlegt til að húðin haldi teyjanleika sínum, ef klipið er í húðina þá kemur í ljós hversu slöpp hún er, og það fer eftir því hversu fljót húðin er til baka í upphaflega stöðu. Elastín hefur það hlutverk að halda húðinni þéttri og teygjanlegri.

Kollagen er nauðsynlegt til að húðin haldi stinnleika og fyllingu, en elastín nauðsynlegt til að húðin haldi teygjanleika

 

öldrunareinkenni:

hrukkur, þynnri húð, andlitið farið að síga, húðin litlaus og líflaus, öldrunarblettir…

 

 

Með því að lifa heilbrigðu lífi hvað varðar mataræði, hreyfingu, stunda andlits og líkamsæfingar og betra val á kremum er hægt að hægja á öldrunarferlinu.

Share
admd1Py4O

Comments:

  • Ragny G
    júlí 3, 2019 at 21:10

    hæ hæ, frábært

  • Ragny G
    júlí 3, 2019 at 21:13

    snilld

Post a Comment

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.