Top

Hvernig virkar andlitsmótun?

Oft sjáum við fólk í góðu formi en andlitið þreytt og sigið. Við heyrum fólk tala um að það þurfi að losna við einhver kíló og  koma sér í betra form til að líta betur út, en minnist ekkert á andlitið.

Gen, þyngd, streita, tilfinningar, áföll og venjur hafa ekki aðeins áhrif á hversu hratt við eldumst heldur líka hvernig við eldumst.

 

Með árunum munum við sjá meira og meira af þessu:

 • Augun minnka, augnlok síga
 • Munnvik síga
 • Línur í kringum munn og nef lengri og dýpri
 • Húð undir augum orðin slappari
 • Línur/hrukkur aukast !
 • Hrukkur á hálsinum
 • Fylling í kinnum minnkar
 • Kjálkinn að verður meira hringlaga og minna mótaður
 • Andlitið flatara en áður
 • Brosið ekki eins geislandi
 • Húðin þykkri og virðist feitari, eins og húðin sé ,,svampkennd,,

 

Með því að gefa þér nokkrar mínútur  á dag í að þjálfa andlitsvöðvana, ásamt réttri líkamsstöðu og góðri öndun, getur þú hægt á öldrun og öðlast betra líf.

 

Í okkar daglega lífi notum við ómeðvitað suma andlitsvöðva of mikið, of oft eða of lítið. Við þjálfum líkamann til að byggja upp vöðva til að líta betur út og öðlast heilbrigðara líf á sama hátt getum við þjálfað andlitið til að líta betur út og öðlast mótað, heilbrigt geislandi andlit.

 

Þegar þú stundar andlitsrækt á morgnana þá vekur þú upp vöðvana í andlitinu, þú verður meðvitrari allan daginn hvernig þú notar vöðvana, hvernig þú tjáir þig og ferð smá saman að venja þig af slæmum venjum.

Þegar þú stundar andlitsrækt á kvöldin, hjálpar það þér að slaka á andlitinu og einnig að laga það sem þú gerðir rangt allan daginn.

 

Það sem þú færð út úr því að þjálfa andlitsvöðvana:

 • Minni línur / hrukkur
 • Mýkri húð
 • Mótaðra andlit
 • Minni undirhaka eða undirhakan hverfur
 • Sléttari háls
 • Stærri augu, hærri augnlok
 • Minni bauga eða baugar hverfa
 • Stinnari og sléttari húð undir augum
 • Bjúgur, þreyta og streita fjara út
 • Jafnara, meira samrýmt andlit (augabrúnir, munnvik ofl. )
 • Hærri og stinnari kinnar
 • Fylltari varir
 • Náttúrulega andlitslyftingu
 • Bjartari og fallegri húðlit
 • Náttúrulegra og fallegra bros
 • Geislandi útlit

 

Að auki ! Flestir sem stunda  andlitsæfingar með þessari frábæru kennsluaðferð upplifa jákvæðar breytingar á andlegu stigi:

 

 • Spenna og streita minnkar eða jafnvel hverfur
 • Ferskari, skírari og jákvæðari hugur
 • Meira sjálfsmat og sjálfsálit
 • Meiri lífsorka og vilji til að lifa lífinu lifandi

 

Námskeiðin hjá Andlitsmótun / Facefit  mun líka gefa þér :

 • Betri lífsstíl eins og að borða rétt fyrir heilbrigða húð
 • Að vera meðvituð um að þjálfa hugann jafnframt þjálfa líkama og andlit
 • Að velja náttúrulegar húðvörur , jafnvel að búa til eigin húðvörur !
 • Að breyta slæmum venjum og örva góðar venjur hvað varðar andlitið

 

Það heilbrigðasta og besta sem þú gerir fyrir andlitið er að gera æfingar, koma blóðflæðinu í gang og virkja vöðvana.

Share
admd1Py4O

No Comments

Post a Comment

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.