Top

ANDLITSMÓTUN

Viljirðu öðlast geislandi andlit, vellíðan og meira sjálfstraust, líta jafnvel út fyrir að vera 10 árum yngri en þú ert, þá er Andlitsmótun / Facefit svarið.
Náttúruleg andlitslyfting !

Jafnvægi

Að brjóta á bak og burt slæmar venjur og ná að slaka á andlitinu er það fyrsta og helsta sem þú lærir í Andlitsmótun hjá Facefit

Heilbrigði

Það heilbrigðasta og besta sem þú gerir fyrir andlitið er að gera æfingar, koma blóðflæðinu í gang og virkja vöðvana.

Líkamsrækt

Með því að lifa heilbrigðu lífi hvað varðar mataræði, hreyfingu, stunda andlits og líkamsæfingar og betra val á kremum er hægt að hægja á öldrunarferlinu.

Umsagnir viðskiptavina

,, Ég er með skerta taug í andliti svo kölluð þríburataug eða þrenndartaug sem er skyntaug fyrir andlitið og hluta höfuðs. Efstu hálstaugarnar fara inn til mænunnar og þar tengjast þær kjarna þrenndartaugar. Verkirnir eiga upptök sín í hálsinum ,, Mér leið svooooo vel að þú getur ekki ýmindað þér það. Mamma gapti þegar hún sá muninn á andlitinu á mér eftir nuddið. Það lang lang besta og mesti munurinn sem ég fann var að þú náðir verknum og spennunni úr andlitstauginni minni, stanslausi verkurinn fór, bjúgurinn í andlitinu fjaraði út og þegar þú nuddaðir aftan á hálsinum opnaðist eitthvað flæði hjá mér, hugsanir mínar urðu skýrari. Ég fór bara að gráta af þakklæti. Kjálkinn minn er búinn að vera samanherptur í meir en ár og vá ,,

Sigríður Elín Ásgeirsdóttir, 47 ára.

,,Þetta námskeið er algjör snilld. Póstarnir mjög góðir og vel fram settir. Auðvelt að fylgja fyrirmælunum og auðvelt að tileinka sér þessa færni. Myndböndin eru einnig mjög góð og allt vel útskýrt. Bestu kveðjur og takk fyrir mig bili,,

Guðrún Margrét Hreiðarsdóttir

,,Dásamlegt námskeið! Allar æfingar vel útskýrðar, bæði hvernig þær virka og hvernig þær eru gerðar. Mikil hvatning og áður en ég vissi af var ég farin að gera æfingar í tíma og ótíma. Þrettán ára dóttir mín horfði á mig gera nokkrar æfingar á síðasta degi námskeiðs, skoðaði mig svo vel eftir á og sagði svo: "Ég held bara að þetta sé að virka"!

Þórunn Elín Pétursdóttir

,,Ég þakka þér kærlega fyrir þetta ótrúlega árangursríka námskeið sem ég hef notið. Ég er stödd á Spáni og er ekkert góð í tæknilegum hlutum, en leiðbeiningarnar eru mjög góðar og ég sé mun á augnsvæðinu sérstaklega. Hlakka til að sjá mun á öðrum svæðum eins og neðra andliti og hálsi. Kærar þakkir fyrir mig 😊 ,,

Rakel Guðný Pálsdóttir, 69 ára

Fyrrverandi skrifstofumaður

,,Takk fyrir frábært námskeið. Ég hef fulla trú á að þetta virki. Ég er miklu meðvitaðri um líkamsstöðu eftir námskeiðið. Halda brjóstkassa opnum og rétta úr hálsinum og bakinu. Fékk góðar harðsperrur eftir undirhökuæfinguna Jógúrt/hunangsmaskinn er góður og einfalt að gera. Húðin verður silkimjúk á eftir. Takk fyrir mig,,

Kristín Magnadóttir

,,Mig langaði að þakka fyrir mig. Þetta var skemmtileg og fróðleg vika. Ég náði því miður ekki að koma inn "live" en ég náði að horfa á öll myndböndin. Ég hef verið að kynna mér andlitsjóga undanfarna mánuði og það er greinilegt að þú hefur unnið þína heimavinnu vel 🙂 Jafnframt lærði ég ýmislegt nýtt í myndböndunum, einkum hvað varðar fróðleiksmolana í byrjun hverrar kennslustundar. Kærar þakkir fyrir mig og gangi þér sem allra best 🙂 ,,

María Róbertsdóttir

,,Ég hef ekki komist á zoom fundina en horfi á öll myndböndin, hafði nú ekki mikla trú á þessu fyrst en þegar ég fór að gera æfingarnar þá fann ég strax mun. Upphitunar æfingarnar hafa hjálpað mér mikið í öxlum og hálsi. Er með slæmar axlir og bíð eftir aðgerð en þetta hefur minnkað verki og losað aðeins um klemmur. Lengi vel hef ég fundið fyrir þreytu í augum, píri augun mjög mikið. Vinn á tölvu allan daginn. Finn strax mun á hvað mér finnst ég ekki eins þreytt í augum. Ég geri æfingarnar hvar og hvenær sem er, heima að horfa á sjónvarpið. Þegar ég er að elda. Í vinnunni þegar ég er viss um að kúnnarnir gangi ekki inn á mig að gretta mig og geifla. Þetta námskeið er búið að vera frábært. Takk fyirr mig,,

Matthildur Bergman

"Sjö daga námskeiðið hjá Ragnheiði hjá Facefit fór langt fram úr mínum væntingum. Fræðslan er skýr og hnitmiðuð og hún gefur mikið af sér til nemenda, er alltaf til taks og kemur upplýsingum vel áleiðis. Ég hlakka til hvers tíma. Ég hef lært svo margt varðandi andlitsmótun, umhirðu húðar, góðar æfingar fyrir efri hluta líkamans og áhrif lífsstíls á húðina. Áhuginn er svo sannarlega vakinn á að læra enn meira og tileinka mér þessar æfingar daglega. Ég vil ljóma langt fram eftir aldri, takk takk."

Solveig Friðriksdóttir 52 ára

Jógakennari - OPJ þerapisti -markþjálfi

,,Þetta námskeið kom mér svo mikið á óvart,ég gerði tilraun á sjálfri mér,tók mynd fyrir og eftir munurinn er svo mikið sýnilegur,og svo er fólk að hafa orð á því hvað ég lít vel út sem segir allt sem segja þarf,facefit virkar.takk fyrir mig Ragnheiður.. Það er magnað hvað andlitsæfingar geta gert mann ánægða, mér finnst ég glóa af ferskleika,,

Guðrún Grettis

,,Takk fyrir fábært námskeið hef ekki verið dugleg að taka myndir en hef fengið hrós hvað ég líti vel út eftir að ég byrjaði á námskeiðinu. Kennslan og fyrirlestarnir hafa verið mjög góð. Takk kærlega fyrir mig,,

Rannveig S Ragnarsdóttir

,,Er búin að fara á tvö námskeið í Facefit mér fannst ég endurheimta aftur þennan ljóma í húðina og fann að húðin varð mun stinnari og sá mikin mun á undirhökunni. Finnst æfingarnar frábærar er byrjuð að setja þetta inn í daglega rútínu hjá mér og ætla örugglega að halda áfram að læra meira Facefit er góð hugleiðsla fyrir likama og sál, sef alltaf svo vel eftir hvern tíma hjá Ragný Facefit þjálfara. Mæli hiklaust með þessum námskeiðum ,,

Rúna Björg Þorsteins

Snyrtifræðingur

Sigurlín Tómasdóttir ,,Þetta var frábært námskeið. Vel skipulagt og mjög góðar æfingarnar sem Ragnheiður kom vel til skila. Hlakka til að nýta mér þær áfram. Kærar þakkir fyrir mig,,

Sigurlín Tómasdóttir

,,Mjög fróðlegt og skemmtilegt námskeið, með góðum æfingum sem var vel komið til skila. Mæli hiklaust með facefit námskeiðunum. Fínn kennari og með góða nærveru. Takk fyrir og hlakka til að koma aftur,, Mæli hiklaust með facefit námskeiðinu. Gagnlegar og skemmtilegar æfingar í notalegu umhverfi

Arndís Inga Helland

,,Ég var í mánuð hjá Facefit. Kennslan var frábær og því var ég dugleg að æfa mig. Mikið af góðum upplýsingum. Árangur sést klárlega. Takk fyrir mig,,

Gugga Ragnarsdóttir

Sigríður Valgerður Finnsdóttir : ,,Mér fannst námskeiðið „Ég elska spegilinn“ alveg frábært. Þú ferð svo ítarlega í gegnum þetta og á réttum hraða. Ég hef reynt að tileinka mér þessar æfingar eftir bestu getu og farið eftir þínum ráðum með að taka fyrst ákveðnar æfingar og læra þær vel, ætla svo að bæta smátt og smátt við þær. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að þó að ég héldi ekki alltaf takti, þ.e. að gera æfingar bæði kvölds og morgna hvern einasta dag, þá ætla ég ekki að hafa samviskubit yfir því og gefast upp, heldur halda ótrauð áfram því ég hef þá trú að allt hjálpi til. Það tekur líka tíma að koma sér inn í góða rútínu með þetta eins og allt annað, og er ég sannfærð um að það endar þannig. Ég er heilluð af þessari aðferð til að halda fersku útliti og hef fulla trú á að það sé hægt. Námskeiðið var í alla staði gott og leiðbeiningar eins og að nota rétta og góða fæðu og bætiefni fyrir húðina fannst mér mjög gott innlegg ásamt kremum sem þú ert að kenna nemendum að búa til. Ekki síst þetta með að minna á hvað eru góðar eða slæmar venjur. Nærvera þín hefur mikið að segja og þú ert frábær leiðbeinandi, sem gefur mikið af þér. Ég er búin að vera áður á námskeiðum hjá þér og finnst samt að ég þurfi að halda áfram, því að þetta er langhlaup eins og svo margt annað í lífinu. Mæli með því fyrir alla að halda áfram og fara lengra, svo gott að hafa stuðning aðeins lengra inn í ferlið. Finn svo vel hvað það er nauðsynlegt að þjálfa andlitsvöðvana, eins og aðra vöðva í líkamanum. Svo er það lítið mál að gera æfingar hvenær sem er, bara koma þeim inn í rútínuna. Mæli ekki síður með þessu fyrir yngra fólk því það er betra að byrja strax í forvörninni. Það er happdrættisvinningur sem enginn ætti að sleppa. Hef tekið eftir því að eftir að ég byrjaði í þessu þá pæli ég allt öðru vísi í andlitum fólks og hugsa um hvað þetta er mikilvægt ef þú vilt líta betur út Ragný er dásamlegur kennari og hennar leiðsögn metnaðarfull og fræðandi, og ekki síst hennar góða nærvera gerir tímana frábæra. Hlakka til framhaldsnámskeiðsins. Takk fyrir að leiða mig inn í þennan heim. Áfram gakk með Facefit námskeiðin þín og frábæra kennslu.

Sigríður Valgerður Finnsdóttir 71 árs

Bókari

Vöðvar - Use them or lose them

Hversu oft veitir þú því athygli hvernig þú notar andlitið/andlitsvöðvana ? Athyglisvert, þegar við sýnum tilfinningar ómeðvitað, sýnum við jafnari vöðvahreyfingar heldur en þegar við sýnum tilfinningar meðvitað, hreyfum þá andlitsvöðvana okkar ójafnt.

Húðin

Húðin er stærsta líffæri líkamans. Húðin og öldrun hennar er flókið líffræðilegt ferli sem bæði innri og ytri þættir hafa áhrif á.

Öndun

Öndunin gegnir mikilvægu hlutverki í andlitsæfingum. Það er mikil tenging á milli líkama, andlits og öndunar

Heilbrigði

Með því að lifa heilbrigðu lífi hvað varðar mataræði, hreyfingu, stunda andlits og líkamsæfingar og betra val á kremum er hægt að hægja á öldrunarferlinu.