Top

Vöðvar – Use them or lose them

Hversu oft veitir þú því athygli hvernig þú notar andlitið/andlitsvöðvana ? Athyglisvert, þegar við sýnum tilfinningar ómeðvitað, sýnum við jafnari vöðvahreyfingar heldur en þegar við sýnum tilfinningar meðvitað, hreyfum þá andlitsvöðvana okkar ójafnt ( hægra megin og vinstra megin ).

Við erum með um yfir 40 vöðva í andlitinu. Andlitsvöðvarnir eru viðkvæmir litlir, fíngerðir og flatir.

Við finnum auðveldlega suma vöðva í andlitinu með því að strjúka höndum yfir húðina í andlitinu.

Á hinn bóginn eru aðrir vöðvar sem erfitt er að greina vegna þess að þeir erum mjög þunnir og litlir,og erfitt að einangra þá.  Ekkert dýr á þessari jörðu nær að sýna eins mikla tjáningu með andlitinu og maðurinn.

Þessir vöðvar eru mjög uppteknir og vinna mikið allan daginn, eins og þegar við erum að tala, tyggja, brosa, hlæja, gretta andlitið, kyssa, gráta…

Sem dæmi, við notum 8 vöðva þegar við brosum.  Við notum 20 vöðva þegar við hnykklum ennið osf…. Við notum heilmikið vöðvana á höfðinu þegar við hreyfum andlitsvöðvana eins og t.d. þegar við lyftum augabrúnunum þá notum við vöðva aftan við eyrun.

Suma vöðva er mjög erfitt að hreyfa og tekur tíma að virkja þá.

 

það heilbrigðasta og besta sem þú gerir fyrir andlit þitt er að gera æfingar, koma blóðflæðinu í gang og virkja vöðvana.

Að hreyfa andlitið á réttan hátt getur fyrirbyggt, minnkað og jafnvel látið hrukkurnar / línurnar hverfa.

Share
admd1Py4O

No Comments

Post a Comment

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.