SVEFNINN
GÓÐUR SVEFN – KRAFTAVERK FYRIR HÚÐINA, VÖÐVANA, LÍKAMANN OG SÁLINA
Góður svefn, 7-9 tíma svefn fyrir fullorðið fólk gerir ekki aðeins kraftaverk fyrir sálina heldur líka fyrir öll líffæri líkamans og stæðsta líffæri líkamans er húðin.
Svefninn losar vaxtar hormón út í líkamann sem hefur áhrif á allan vöxt eins og frumuskiptingar. Kollagen framleiðslan sem er aðal byggingarefni húðarinnar eflist á meðan við sofum. Ef svefninn er í ójafnvægi, mataræðið slæmt og óheilbrigður lífsstíll þar á meðal mikið stress er húðin hrópandi á lagfæringu.
STREITA getur ýtt undir bólgur þar sem að ákveðið efni, kortisól hækkar við streitu en kortisól hækkar á nóttunni. Streita getur truflað kollagen framleiðslu húðarinnar með því að streitan minnkar þykkt bandvefsfrumna sem framleiða kollagenið. Þar af leiðandi hraðar streita fyrir öldrunareinkennum. Þess vegna er mikilvægt að ná að róa hugann og minnka streituna en þar geta andlitsæfingar hjálpað til. Þegar stress gerir vart við þjáist húðin og rannsóknir hafa sýnt að húðin segir mikið til um streitu ástand. .
Og allt virkar þetta keðjuverkandi, ef að þú færð lítinn svefn er meiri hætta á að þú leitar í of mikil kolvetni og sykur til að næla þér í fljóta orku og það hefur mjög skaðleg áhrif á svefninn, hvað varðar viðgerðarstigið, þar af leiðandi meiri bólgur í líkamanum sem íta undir verki og óþægindi sem trufla svefninn.
Vaxtarhormón og Kollagen er framleitt aðallega fyrstu 2-4 klukkustundirnar í svefni og það í miklu magni, þar fer af stað andoxunarefnin sem útrýma eiturefnum, en eiturefni valda skemmdum á húð.
Ég hef heyrt í mörg ár að lelyndardómur fyrir yngra útlit og fallega húð fylgir því að fara í rúmið kl. 21:00 – miðnættis.
Samkvæmt rannsóknum varðandi líkamsklukkuna, þá er viðgerðartímabil húðarinnar í hámarki frá klukkan níu – miðnættis. Á morgnana milli kl. 7:00 -11:00 er húðin í hámarki að mynda varnarefni gegn öllu utan að komandi eins og sólargeislum og mengun.
GÓÐ RÁÐ FYRIR BETRI SVEFN:
Ef að þú ert ein/einn af þeim sem ferð seint í háttinn, þá er um að gera að prufa að fara fyrr í rúmið, flýta um korter í hvert skipti þar til þú hefur fært svefninn um 1-2 klst. eða það sem þarf.
- Ef þig grunar að rúmið þitt sé sökudólgurinn af slæmum of litlum svefn, íhugaðu þá að fá þér nýja dýnu, umhverfisvæna dýnu.
- Göngutúr seinnipartinn hefur haft góð áhrif á marga hvað varðar betri svefn.
- Flestir finna fyrir svefntruflun ef þeir drekka kaffi, borða dökkt súkkulaði eða drekka grænt te eftir kl.18:00
- Að taka inn/drekka magnesíum fyrir svefn hefur talist gott og margir finna mikinn mun. Ég sjálf tek magnesíum á hverju kvöldi og finn mjög mikinn mun, bæði sef betur og finn að vöðvarnir slaka betur á, (var vön að fá sinadrátt og krampa í kálfana og fætur)
- Frábært að gera andlitsæfingar og teygjur fyrir svefninn, opnar orkuflæði og róar kerfið.
- Drekka heitt vatn rétt fyrir svefn og bera á sig næringarríkt krem/olíu. Húðinni líður betur, vaknar ekki stíf í andlitinu vatnið gefur raka og opnar blóðflæðið.
- Að sofna með bros á vör 😊
- Að vakna og brosa strax og jafnvel gera VÁ æfinguna okkar hjá Facefit um leið og þú opnar augun. Ég geri mjög oft nokkrar æfingar í rúminu áður en ég fer á fætur, er gjarnan með krem við náttborðið sem ég teygji mig í og ber á mig strax (gott að bera á sig krem fyrir æfingarnar). Þar sem líkaminn er að virkja varnarefni fyrir daginn á milli kl. 7:00 -11:00 á morgnana, þá er tíminn á morgnana snilld að gera æfingar til að hjálpa húðinni að undirbúa sig fyrir daginn.
Allt hjálpar þetta til að líða betur og minnka kortisol í líkamanum.
Kveðja Ragnheiður