SVEFNINN
GÓÐUR SVEFN - KRAFTAVERK FYRIR HÚÐINA, VÖÐVANA, LÍKAMANN OG SÁLINA Góður svefn, 7-9 tíma svefn fyrir fullorðið fólk gerir ekki aðeins kraftaverk fyrir sálina heldur líka fyrir öll líffæri líkamans og stæðsta líffæri líkamans er húðin. Svefninn losar vaxtar hormón út í líkamann sem hefur áhrif á allan vöxt eins og frumuskiptingar. Kollagen framleiðslan sem er aðal byggingarefni húðarinnar eflist á meðan við sofum. Ef svefninn er í ójafnvægi, mataræðið slæmt og óheilbrigður lífsstíll þar á meðal mikið stress er húðin hrópandi á lagfæringu. STREITA getur ýtt undir bólgur þar sem að ákveðið efni, kortisól hækkar við streitu en kortisól hækkar á nóttunni. Streita getur truflað kollagen framleiðslu húðarinnar með því að streitan minnkar þykkt bandvefsfrumna sem framleiða kollagenið. Þar af leiðandi hraðar streita fyrir öldrunareinkennum. Þess vegna...