Top

FÆÐA FYRIR GLÓANDI FALLEGA HÚÐ

facefit.is / Uncategorized  / FÆÐA FYRIR GLÓANDI FALLEGA HÚÐ

FÆÐA FYRIR GLÓANDI FALLEGA HÚÐ

Ég er mikill aðdáandi á náttúrulegum matvælum og náttúru húðvörum. Rannsóknir hafa sýnt að 60% af því sem þú setur á húðina frásogast inn í líkamann, þannig að það skiptir miklu máli hvaða vörur við notum á húðina.

Húðin er stærsta líffæri líkamans. Húðin verndar vöðva, bein, liðbönd og innri líffæri. Hún hreinsar ýmis eiturefni úr líkamanum. Við viljum öll vera með ferskara meira glóandi andlit, hafa heilbrigða húð. Mörg okkar þekkja mikilvægi þess að nota góðan raka, sólarvörn og að nauðsynlegt sé að drekka vel af vökva. Húðin gleypir fljótt og auðveldlega, þess vegna er mjög mikilvægt að nota góðar húðvörur. Mataræði hefur áhrif á heilsu okkar almennt, en húðin okkar getur einnig notið góðs af matnum sem við borðum! Gott jafnvægi á mataræði skiptir sköpum hvað varðar húðina.

Góð matur = Góð húð. Að borða hágæða næringarríkan mat sem eru ríkur af próteini, fitu, ákveðnum steinefnum og vítamínum hefur ótrúleg áhrif á húðina.

Líkami sem fær nógan raka = Glóandi Geislandi ferskari húð.

Varirnar hafa ekki svitaholur eða olíu og eiga þess vegna auðvelt með að þorna sérstaklega ef að við erum ekki að drekka nógan vökva eða ef fæðan okkar er ekki með nógu mikla fitu (góða fitu), það má segja að varirnar eru eins og gluggi, sést strax á vörum ef líkaminn er ekki að fúnkera, ef varir þínar eru þurrar með mikið af láréttum línum er hugsanlegt að líkamann vanti vökva.

Hvaða fæða er það sem gefur andlitslyftingu? Jú við vitum það úr líkamsræktinni að prótein byggir upp vöðvana og vöðvarnir lyfta húðinni, það sama er með andlitið. Aðalbyggingarprótein húðarinnar er kollagen og elastín sem styrkir vöðvana, lyftir andlitinu og sléttir húðina. Fæða sem inniheldur prótein er góð fyrir húðina.

Að borða hágæða næringarríkan mat sem er ríkur af próteini, fitu, ákveðnum steinefnum og vítamínum hefur ótrúleg góð áhrif á húðina.

GÓÐ MELTING-GÓÐ HEILSA-GÓÐ HÚÐ


BOOST FYRIR MELTINGUNA:

· handfylli af grænkál
· handfylli af spínat
· ca.2 sentimetrar engifer
· ½ lífræn appelsína
· 6 blöð af myntu
· 1 glas möndlumjólk
· ½ glas vatn
· handfylli af klökum

Sett í blandara og njótið

  • Appelsína er stútfull af C- vitamin, C- vitamin eflir kollagen í húðinni en kollagen er eitt aðal byggingarefni húðarinnar. Appelsínan gerir gæfumuninn í þessari uppskrift þar sem áferðin verður skemmtilegri (freyðir aðeins) og ferskara bragð 😊
  • Engifer eykur blóðflæðið, er vatnslosandi, vinnur gegn bólgum og bjúg😊
  • Grænkál og spínat er stútfullt af næringarefnum, inniheldur andoxunarefni sem hjálpa húðinni að losa um eiturefni😊
  • Mynta er frábær fyrir meltinguna, einnig góð fyrir lungun (blóðflæðið) 😊

 

Share
Ragny G

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.