Top

SÍTRÓNAN

facefit.is / Uncategorized  / SÍTRÓNAN

SÍTRÓNAN

  • Kollagen – Sítróna er full af andoxunarefnum sem verndar frumurnar gegn skemmdum, mikilvægt fyrir byggingu á efni sem hefur áhrif á framleiðslu kollagen. Kollagen er eitt helsta byggingarprótein líkamans, kallað oft framleiðslulímið þar sem kollagen orðið er komið úr grísku og er samsett af kolla sem merkir lím og gen sem vísar á framleiðslu.
  • Glóandi húð – Sítrónan er má segja afoxandi tonic, hreinsar allan líkamann í gegnum lifur sem styður gallframleiðslu og flæðið, hjálpar að hlutleysa eiturefni og úrgang. Sítróna er líka þvagörvandi sem dregur úr bjúg. C-vítamínið í sítrónu hefur frábær áhrif á húðina, rannsóknir benda til að C-vítamín verndi húðina gegn skaðlegum áhrifum útfjólublárra geisla A og B og verji hana þar með gegn ótímabærri öldrun og hrukkum.
  • Melting – Sítróna hjálpar meltingarstarfseminni, gott að fá sér sítrónuvatn 10 – 15 mínútum fyrir máltíð því það eykur ensímframleiðslu í meltingarveginum og hjálpar til við meltingu. Mikilvægt að halda meltingarkerfinu í lagi fyrir góða húð.
  • Andardráttur – Sítrónusýran í sítrónum hvetur munnvatnskirtla okkar til að framleiða meira munnvatn (dregur úr eða hreinsar bakteríur í munni), hjálpar einnig við að draga úr vindgang og hægðatregðu (góð melting-góð húð)
Share
Ragny G

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.