Top

Valentínusardagurinn

facefit.is / Uncategorized  / Valentínusardagurinn

Valentínusardagurinn

Valentínusardagur og því tilvalið að fagna ástinni, hvort sem það er með þeim sem þér þykir vænt um, maka þínum eða þinni sjálfsumhyggju.

Langar aðeins að skoða hér sjálfsumhyggjuna eða sjálfsástina.

Sjálfsumhyggja þýðir líka sjálfsást, við eigum að elska okkur sjálf og þess sem lífið hefur gefið okkur, þakka fyrir allar þær reynslur, raunir og gjafir sem lífið færir okkur. Reynslur, raunir og gjafir er í raun tækifæri fyrir okkur að taka út meiri þroska. Að elska aðra eins og sjálf okkur eins og segir í stóru bókinni okkar ,, elska skaltu náungann eins og sjálfan þig,, er dýrmætur fjársjóður ef/þegar við náum því og örugglega eitt það erfiðasta verkefni sem við fáum í hendurnar á lífsleiðinni.

Ein leiðin til að elska okkur sjálf en meir er að vera sátt/-ur og þakklát/-ur fyrir ferðalag okkar, vera þakklát/-ur fyrir allar gjafir og talentur sem okkur er gefið, í staðin fyrir að bera okkur sjálf saman við náungann og vera endalaust að dást að eða jafnvel öfundast út í það hvernig aðrir hafa það eða eru. Sjáðu hvað þú hefur, hvað þér hefur verið gefið, allt það góða og fallega í kringum þig og horfðu á sjálfa/-an þig í spegli og lofaðu þér að dást að fallegri sköpun þinni, horfðu á það jákvæða. Trítaðu sjálfa þig í dag eins og þú værir drottning/kóngur með sjálfsumönnun, sjálfsumhyggju og elsku, gerðu eitthvað sem þér líður vel með og þú elskar, sem byggir þig upp. Ekki lofa neinum að deyfa neistann þinn, neistann sem lofar þér að líða vel og gerir þér gott.

Þegar vinur þinn er í neyð, þá færð þú löngun til að gefa viðkomandi falleg orð og gera eitthvað fyrir hann, stundum þarftu að horfa á sjálfa/-n þig sem vin/vinkonu og gefa sjálfri þér það sem þú myndir gefa öðrum, stundum þarftu virkilega að taka utan um þig og faðma.

Þar sem Facefit gengur út á það að efla þína náttúrulegu fegurð innan sem utan, þá er gaman að minnast á það að sendiherra Bretlands Melisa Raouf er fyrsti keppandi til að fara förðunarlaus í fegurðarsamkeppni Miss England 2022 og hún deilir mikilvægi þess að hlúa að náttúrufegurð okkar. Facefit gefur þér æfingarkerfi sem hjálpar þér að halda í þína náttúrulegu fegurð og efla hana með andlitsæfingum og betri lífsstíl á náttúrulegan hátt.

Kærleikurinn er þolinmæði, ástin er góð, líka þegar snýr að okkur sjálfum, hvernig við horfum á okkur sjálf og hvernig við eflum sjálfsástina.

Fagnaðu hverju skrefi sem þú ávinnur þér, fagnaðu öllum þínum sigrum, fagnaðu hversu langt þú ert komin í þroska, kærleika, ást og sigrum lífsins. Minntu þig á að þér miðar áfram í lífinu.

Æfðu þig í að tala fallega og uppbyggjandi við sjálfa þig alveg eins og þú værir að tala við vin/vinkonu í neyð.

Að elska sjálfan sig getur þýtt að aðskilja þig frá þeim sem draga þig niður, þeir sem tala alltaf neikvætt og hafa engan drifkraft eða ástríðu í lífinu, sama hvað þú reynir að beina samtali að jákvæðum hlutum þá finnur þú alltaf fyrir niðurrifi frá sumum.

Að velja þér vini sem hafa metnað, markmið og jákvæð viðhorf getur haft ótrúleg áhrif á líf þitt og verið liður í að hjálpa þér að taka næsta skref á lífsferð þinni.

Annar þáttur í að sýna sjálfum sér ást og umhyggju er að læra að segja ,,nei,, þegar við á. Þessi þáttur er mikilvægur til að vernda þig frá niðurrifi, sjálfsásökun og verndar þig frá því að lofa öðrum að stela orku frá þér.

Við forðumst oft að segja ,,nei,, vegna þess að við viljum forðast átök eða árekstra, en þessi tjáning að segja ,,nei,, er æfing og mun gefa þér meira sjálfstraust og jafnvægi í lífið og gefa öðrum meiri virðingu fyrir þér sem persónu.

Getum hugsað um sjálfsástina eins og þegar við erum í flugvél og við eigum að setja grímuna fyrst á okkur sjálf áður en við hjálpum öðrum.

Elskaðu sjálfa/-an þig og elskaðu aðra. Gefðu frá þér til þín og til annara.

Ást og kærleikur

 

 

 

 

 

 

 

Share
Ragny G

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.