Top

Hópnámskeiðin hjá Facefit í heitum infrarauðum sal

facefit.is / Uncategorized  / Hópnámskeiðin hjá Facefit í heitum infrarauðum sal

Hópnámskeiðin hjá Facefit í heitum infrarauðum sal

 

Hópnámskeiðin hjá Facefit í heitum infrarauðum sal, hversu frábært  🙂

 

Facefit er að byrja sín fyrstu skref í samstarfi við Reebok, með yndislega aðstöðu þar, bæði fyrir Einkaþjálfun, einkaráðgjöfina og Neo Lifting andlitsnuddið. Róleg stöð, kósí, vinaleg stöð, þess vegna var nákvæmlega Reebok í Faxafeni fyrir valinu, því að Facefit leggur áherslu á að viðskiptavinum líði vel og finni sig í rólegu umhverfi þar sem sjálfsumhyggjan fær að njóta sín.
Námskeiðin snúast ekki bara um að þjálfa andlitsvöðvana, það er svo margt annað sem er farið yfir hvað varðar til að ná þeim árangri sem óskað er. Að gera æfingar eitt og sér er ekki nóg, þess vegna býður Facefit upp á námskeið og einkaráðgjöf.

Draumurinn hefur verið frá byrjun að vera með hópþjálfanir í kósí heitum sal og þannig er það í dag. Frábær aðstaða í heitum infrarauðum sal, en infrarauð ljós hafa margvíslegan ávinning fyrir líkamann hvað varðar ónæmiskerfið og allskonar gigt, innfrarauð ljós auka líka brennsluna í líkamanum, þannig að við erum að slá margar flugur í einu höggi með því að æfa í svona sal. Ég vil endilega ítreka það að þessi stöð í Faxafeni er kjörinn staður fyrir þann hóp sem hefur sýnt hvað mestan áhuga á Facefit.

Ég þrái að deila þessu frábæra æfingarkerfi til sem flestra, minn draumur er að þú og allir sjái hversu frábært er að þjálfa vöðvana í andlitinu og þrái að koma áfram fróðleik og öllu sem hjálpar að vinna á móti öldrun til að ná sem bestum ávinning í andlitsmótun hjá Facefit.

Kynningartímar verða hjá Reebok í vetur, fylgstu með eða skelltu þér bara strax í ferðalagið með Facefti. 

 

 

 

 

Kær kveðja Ragnheiður

 

 

Share
Ragny G

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.