Top

Að vera stöðugur og halda við sína skuldbindingu

facefit.is / Uncategorized  / Að vera stöðugur og halda við sína skuldbindingu

Að vera stöðugur og halda við sína skuldbindingu

5 atríði sem hjála þér að vera stöðugur, að standa við skuldbindingu þína gagnavart sjálfri/um þér

 

  1. MUNDU HVERS VEGNA.

Af hverju byrjaðir þú á andlitsrækt í fyrsta lagi? Hver voru/eru markmið þín og hvatning.

Kannski viltu yngjast um nokkur ár, verða ferskari og með glóandi silkimjúka fallega húð, tóna andlitið, eða líta bara hraustlega út og gera eitthvað sem þú veist að er gott fyrir andlitið, spegilinn og sálina í leiðinni. Hver sem ástæða þín er, skrifaðu það niður og hafðu það einhvers staðar sem þú getur séð það á hverjum degi, helst strax á morgnana (lítill miði á spegilinn, á náttborðinu, við fataskápinn…) Minntu þig á hvernig andlitsrækt hjá Facefit lætur þér líða og hvernig facefitþjálfunin getur hjálpað þér að ná draumum þínum.

 

  1. SKIPULEGGÐU FACEFIT TÍMANN ÞINN.

Ein besta leiðin til að halda áætlun þinni og koma Facefit æfingum í rútínuna þína, er að skipuleggja fram í tímann, skuldbinda þig og hafa æfingarnar í forgang.

Vertu með ákveðnar hugmyndir við hvaða tækifæri þú ætlar að gera ákveðnar æfingar, skrifaðu það niður og settu í dagbókina þína fyrir hvern dag og haltu þig við áætlun þína. Komdu fram við þig með virðingu og bókaðu fund t.d. ,,kl. 9:00 -9:10 Facefit fundur við Ragný,,….

Settu það í dagatalið þitt, settu áminningu og segðu fjölskyldu þinni og vinum frá því að þú ert upptekin á þessum tíma 😊. Gerðu það að vana og lofaðu þér að hlakkar til á hverjum degi.

 

  1. GERÐU ÞÍNA RÚTÍNU.

Facefit andlitsrækt snýst um fjölbreytni og sköpunargáfu.

Þegar þú hefur lært og mætt á fleiri en eitt námskeið, hefur þú val um tugir andlitsæfinga sem hægt er að raða mismunandi og einnig sniðugt að vera með mismunandi rólega instrument músk.

Möguleikarnir eru óþrjótandi, svo ekki vera hrædd/ur við að gera tilraunir og prófa nýjar æfingar / rútínur. Skoraðu á sjálfan þig, komdu sjálfri/um þér á óvart og hafðu gaman, njóttu að hafa sjálfstjórn og að sjá andlit þitt í speglinum verða ferskara og meira geislandi. Þér leiðist aldrei með Facefit.

 

  1. VERTU MEÐ Í SAMFÉLAGINU

Facefit er meira en bara að þjálfa vöðvana í andlitinu. Samfélagið Facefit er leið til að lifa og læra að elska sjálfan þig en betur. Og þú ert ekki ein/n í þessu ferðalagi.

Þú ert hluti af samfélagi sem er á sömu braut og þú. Þú getur tengst fólki í Facefit á netinu, deilt sögunum þínum, spurt spurninga, fengið stuðning og fagnað árangri þínum.

Þú munt finna innblástur, hvatningu og vináttu í samfélaginu með Facefit.

 

  1. ELSKAÐU SJÁLFA/N ÞIG OG VERTU GÓÐ VIÐ SJÁLFA/N ÞIG

Andlitsrækt snýst ekki um fullkomnun, engin þörf á að við séum eins og dúkkur. Facefit andlitsrækt snýst um framfarir.

Facefit snýst ekki um að bera þig saman við aðra. Facefit snýst um að vera sátt við sjálfan þig eins og þú ert. Facefit andlitsrækt snýst ekki um að refsa sjálfum þér, snýst ekki einungis um að einblína á hvað er að og hvað mætti vera betra og snýst ekki heldur um að barma sér ef þú ert ekki að halda rútínu þína. Nei þú ætlar að elska sjálfa þig og ætlar að elska spegilinn sem aldrei fyr, þú ætlar að hrósa þér og gleðjast, vera jákvæð og sjá möguleikana í því að láta þér líða betur.

 

Mundu að þú ert að gera þetta fyrir þig og engan annan. Þú ert að gera þetta vegna þess að þú elskar sjálfan þig, ekki af því að þú hatar sjálfan þig. Þú ert að gera þetta vegna þess að þú átt það skilið að líða vel og líta vel út. Vertu því mild/ur, þolinmóð/ur og vertu stolt/ur af sjálfri/um þér. Þú getur-þú ætlar-þú vilt.

Share
Ragny G

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.