Húðin
Húðin er stærsta líffæri líkamans. Húðin og öldrun hennar er flókið líffræðilegt ferli sem bæði innri og ytri þættir hafa áhrif á. Með aldrinum þá hægir á frumuskiptingu og endurnýjun frumna. Innri áhrifaþættir eru erfðir, efnaskipti í frumum eins og hormónaferlið. Með aldrinum hægir á frumuskiptingu og eiturefni safnast upp. Við byrjum að sjá aldursbreytingar um 30-40 ára. Það sem gerist er að kollagen framleiðslan í líkamanum minnkar, önnur efni elastin og hylaronicsýra minnka einnig. Kollagen og elastín eru byggingarprótín og meðal þeirra allra mikilvægustu í bandvefjum líkamans, þar með talið húðinni. Kollagen og elastín eru mikilvæg prótín í leðurhúðinni, miðlagi húðarinnar. Venjulega endurnýjar húðin sig á 28 dögum en með aldrinum lengist sá tími í 40-50 daga og eftir 70 ára aldur þá tekur það...