Top

Blogg

FÆÐA FYRIR GLÓANDI FALLEGA HÚÐ

Ég er mikill aðdáandi á náttúrulegum matvælum og náttúru húðvörum. Rannsóknir hafa sýnt að 60% af því sem þú setur á húðina frásogast inn í líkamann, þannig að það skiptir miklu máli hvaða vörur við notum á húðina. Húðin er stærsta líffæri líkamans. Húðin verndar vöðva, bein, liðbönd og innri líffæri. Hún hreinsar ýmis eiturefni úr líkamanum. Við viljum öll vera með ferskara meira glóandi andlit, hafa heilbrigða húð. Mörg okkar þekkja mikilvægi þess að nota góðan raka, sólarvörn og að nauðsynlegt sé að drekka vel af vökva. Húðin gleypir fljótt og auðveldlega, þess vegna er mjög mikilvægt að nota góðar húðvörur. Mataræði hefur áhrif á heilsu okkar almennt, en húðin okkar getur einnig notið góðs af matnum sem við borðum! Gott jafnvægi á mataræði...

Share

SVEFNINN

  GÓÐUR SVEFN -  KRAFTAVERK FYRIR HÚÐINA, VÖÐVANA, LÍKAMANN OG SÁLINA Góður svefn, 7-9 tíma svefn fyrir fullorðið fólk gerir ekki aðeins kraftaverk fyrir sálina heldur líka fyrir öll líffæri líkamans og stæðsta líffæri líkamans er húðin. Svefninn losar vaxtar hormón út í líkamann sem hefur áhrif á allan vöxt eins og frumuskiptingar. Kollagen framleiðslan sem er aðal byggingarefni húðarinnar eflist á meðan við sofum. Ef svefninn er í ójafnvægi, mataræðið slæmt og óheilbrigður lífsstíll þar á meðal mikið stress er húðin hrópandi á lagfæringu. STREITA getur ýtt undir bólgur þar sem að ákveðið efni, kortisól hækkar við streitu en kortisól hækkar á nóttunni. Streita getur truflað kollagen framleiðslu húðarinnar með því að streitan minnkar þykkt bandvefsfrumna sem framleiða kollagenið. Þar af leiðandi hraðar streita fyrir öldrunareinkennum. Þess vegna...

Share

SJÁLFSUMHYGGJA

Sjálfsumhyggja snýst um að fara vel með sjálfa sig, bera umhyggju fyrir sjálfri sér, að bera virðingu fyrir sjálfum sér, að gleyma ekki sjálfum sér, að gefa sér tíma, að gefa sér frið og hlýju, að taka utan um sjálfa sig og knúsa. Við verðum að byrja á svefninum ef að hann er ekki í lagi. Svefninn skiptir miklu máli og við verðum að gera allt sem er á okkar valdi að laga svefninn ef hann er vandamál. Lítill svefn getur skapað andlegt og líkamlegt ójafnvægi. Streita og álag getur raskað lífi okkar, þurfum að gæta okkar, hlusta á líkama okkar og sálu. Meigum ekki gleyma okkur. Þetta er það eina í lífinu sem enginn getur gert fyrir þig nema þú Að æfa Andlitsmótun hjá Facefit, hefur minnt mig á...

Share

E-VÍTAMÍN FYRIR HÚÐINA

E-VÍTAMÍN  E vítamín dregur úr elliblettum, línum/hrukkum og sliti, þessvegna frábært í kremin okkar   Þar sem að E vítamín er fituleysanlegt vítamín ætti að taka það inn með fituríkum máltíðum svo að líkaminn/þarmarnir taki það greiðlega upp. E vítamín eflir súrefnisflutning, bætir blóðrásina (frábært fyrir Facefit ) og hefur æðaútvíkkandi áhrif. E- vítamín finnst í eggjarauðu, fisk, smjöri, ýmsum hnetum, jurtaolíu, sojabaunum, spínati, ólífum, möndlum, hveitikími, grænu grænmeti                                                                                                                                ...

Share

Húðin

Húðin er stærsta líffæri líkamans. Húðin og öldrun hennar er flókið líffræðilegt ferli sem bæði innri og ytri þættir hafa áhrif á. Með aldrinum þá hægir á frumuskiptingu og endurnýjun frumna. Innri áhrifaþættir eru erfðir, efnaskipti í frumum eins og hormónaferlið. Með aldrinum hægir á frumuskiptingu og eiturefni safnast upp. Við byrjum að sjá aldursbreytingar um 30-40 ára. Það sem gerist er að kollagen framleiðslan í líkamanum minnkar, önnur efni elastin og hylaronicsýra minnka einnig. Kollagen og elastín eru byggingarprótín og meðal þeirra allra mikilvægustu í bandvefjum líkamans, þar með talið húðinni. Kollagen og elastín eru mikilvæg prótín í leðurhúðinni, miðlagi húðarinnar. Venjulega endurnýjar húðin sig á 28 dögum en með aldrinum lengist sá tími í 40-50 daga og eftir 70 ára aldur þá tekur það...

Share
Fyrir eftir

Hvernig virkar andlitsmótun?

Oft sjáum við fólk í góðu formi en andlitið þreytt og sigið. Við heyrum fólk tala um að það þurfi að losna við einhver kíló og  koma sér í betra form til að líta betur út, en minnist ekkert á andlitið. Gen, þyngd, streita, tilfinningar, áföll og venjur hafa ekki aðeins áhrif á hversu hratt við eldumst heldur líka hvernig við eldumst....

Share
Anatomy samsett MYND

Vöðvar – Use them or lose them

Hversu oft veitir þú því athygli hvernig þú notar andlitið/andlitsvöðvana ? Athyglisvert, þegar við sýnum tilfinningar ómeðvitað, sýnum við jafnari vöðvahreyfingar heldur en þegar við sýnum tilfinningar meðvitað, hreyfum þá andlitsvöðvana okkar ójafnt ( hægra megin og vinstra megin ). Við erum með um yfir 40 vöðva í andlitinu. Andlitsvöðvarnir eru viðkvæmir litlir, fíngerðir og flatir. Við finnum auðveldlega suma vöðva í andlitinu með því að strjúka höndum yfir húðina í andlitinu. Á hinn bóginn eru aðrir vöðvar sem erfitt er að greina vegna þess að þeir erum mjög þunnir og litlir,og erfitt að einangra þá.  Ekkert dýr á þessari jörðu nær að sýna eins mikla tjáningu með andlitinu og maðurinn....

Share

Vatn

• Skolar eiturefnum úr líkamanum • Gefur raka • Betra blóðflæði og greiðari aðgangur næringu til frumna • Fyllir magann, minna svöng • Gefur orku, ef að vöðvarnir fá ekki nógan vökva verða þeir þreyttir • Heldur meltingunni gangandi • Gefur jafnvægi, minni kvíði Hreinsar líkamann og gefur betra flæði ...

Share

Öndun

• Öndunin gegnir mikilvægu hlutverki í andlitsæfingum • Skiptir líka máli að anda djúpt og vel • Það er mikil tenging á milli líkama, andlits og öndunar • Að einblína á öndun hjálpar að slaka á og endurstilla bæði huga, líkama og andlit • Djúp öndun stuðlar að betra blóðflæði, sem hefur áhrif á súrefnisflæðið og þar af leiðandi meiri næringu til frumna....

Share